Jón Aðalsteinn er nýr kynningarfulltrúi UMFÍ

Selfyssingurinn Jón Aðalsteinn Bergsveinsson hefur verið ráðinn kynningarfulltrúi UMFÍ – Ungmennafélags Íslands. Hann verður ritstjóri Skinfaxa, tímarits UMFÍ, mun stýra upplýsingagjöf og verður tengiliður UMFÍ við fjölmiðla og aðra.

Jón Aðalsteinn var áður sérfræðingur hjá alþjóðlega almannatengslafyrirtækinu Cohn & Wolfe Íslandi. Hann hefur verið fréttastjóri netfrétta á Viðskiptablaðinu, viðskiptablaðamaður á Fréttablaðinu og umsjónarmaður Markaðarins, blaðamaður á netfréttadeild Morgunblaðsins (mbl.is), Vísir.is, Tölvuheimi og fjölda tímarita.

Jón Aðalsteinn er með M.A. gráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og B.A. gráðu í sagnfræði frá sama skóla.

Fyrri greinÚtsjónarsamur starfsmaður slökkti eldinn
Næsta greinSandvíkurtjaldurinn lentur