Jón Þorsteinsson er Kjötmeistari Íslands 2016

Kjötiðnaðarmenn SS á Hvolsvelli stóðu sig vel í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem fór fram fyrir skömmu. Jón Þorsteinsson varði titilinn „Kjötmeistari Íslands“ og hlaut 254 stig.

Níu kjötiðnaðarmenn alls; þeir Steinar Þórarinsson, Björgvin Bjarnason, Bjarki Freyr Sigurjónsson, Oddur Árnason, Samúel Guðmundsson, Hermann Bjarki Rúnarsson, Einar Sigurðsson, Jónas Pálmar Björnsson og Jón Þorsteinsson sendu samtals þrjátíu og þrjár vörur inn í keppnina.

Hlutu þeir nítján gullverðlaun, sex silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Auk þess féllu í þeirra skaut fimm sérverðlaun auk hins eftirsótta titils Kjötmeistara Íslands.

Fyrri greinÓsammála dýralækni um útigangshross
Næsta greinÖkumaður dráttarvélar kærður fyrir mörg brot