Jólin kvödd á Selfossi í kvöld

Jólin verða kvödd með brennu og glæsilegri flugeldasýningu á Selfossi í kvöld. Blysför verður farin frá Tryggvaskála kl. 20:00.

Gengið verður að brennustæði við tjaldstæði Gesthúsa við Engjaveg. Jólasveinarnir koma og kveðja krakkana ásamt álfum og tröllum.

Fólk er beðið um að fylgjast með veðurfréttum ef veðurspá er slæm.