Jólin kvödd á Selfossi

Þessir mögnuðu sveinar brugðu á leik með magnaðri fimleikasýningu fyrir fjölmiðlamanninn í bjarmanum af brennunni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar og nærsveitungar kvöddu jólin með glæsilegri þrettándagleði í kvöld. Hátíðin fór fram í kulda og blíðu og viðraði vel til brennuhalda og flugeldasýninga.

Farin var mjög fjölmenn blysför frá Tryggvaskála að brennustæði við tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt var í þrettándabálkesti. Björgunarfélag Árborgar sá svo um glæsilega flugeldasýningu af Fjallinu eina.

Jólasveinarnir voru að sjálfsögðu á svæðinu ásamt álfum og tröllum og kvöddu þeir krakkana á Selfossi áður en haldið var til fjalla.

Fyrri greinML fékk skell gegn MR
Næsta greinVeðrið hefur áhrif á strætóferðir