Jólatrjám safnað í Árborg

Á laugardaginn, þann 11. janúar, verða jólatrén hirt upp í Sveitarfélaginu Árborg. Íbúar geta þá sett jólatrén sín út á gangstétt eða lóðamörk og verða þau þá tekinn upp og komið í endurvinnslu.

Farið verður af stað í söfnunina um kl. 10.

Ekki verður um frekari safnanir að ræða á jólatrjám í sveitarfélaginu þetta árið en einstaklingar geta komið jólatrjánum sínum í endurvinnslu á gámasvæði Sveitarfélagsins Árborgar í Víkurheiði á opnunartíma.

Fyrri greinHúni og Kammertónleikarnir tilnefndir
Næsta greinVeiðiréttur í Fossá boðinn út aftur