Jólasveinarnir koma á Selfoss í dag

Í dag, laugardaginn 13. desember, munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á Selfyssinga og nærsveitunga á jólatorginu í Sigtúnsgarðinum.

Dagskráin hefst kl.15:30 en þá syngur m.a. Karlakór Selfoss og forseti bæjarstjórnar Kjartan Björnsson flytur ávarp. Klukkan 16:00 koma síðan jólasveinarnir í garðinn. Þá verður sungið og trallað og gengið í kringum jólatréð. Vonast sveinarnir til að sem flestir komi og taki þátt í gleðinni og klæðist jólasveinabúningum eða jólasveinahúfum. Boðið verður upp á frítt kakó á jólatorginu.

Ungmennafélag Selfoss mun aðstoða jólasveinana fyrir þessi jól eins og áður og verða þeim innan handar með allt sem snýr að jólasveinamálum. Má þar nefna að taka niður pantanir á jólaböll eða heimsóknir og einnig pakkaþjónustuna, en jólasveinarnir hafa lengi séð um að bera út pakka á aðfangadagsmorgun milli kl. 10:00-13:00. Tekið er á móti litlum pökkum í félagsheimilinu Tíbrá á Þorláksmessu kl. 18:00-21:00. Nánari upplýsingar og pantanir eru í síma 894-5070 eða í netfanginu umfs@umfs.is.

Fyrri greinSjúkraflutningamenn verða kvikmyndastjörnur
Næsta greinHvítasunnusöfnuðurinn gaf HSu leikföng