Jólasveinarnir gáfu þrjú hjartastuðtæki

Eins og Selfyssingar vita hefur Ungmennafélag Selfoss aðstoðað jólasveinana í Ingólfsfjalli í ærnum verkefnum sínum undanfarna fjóra áratugi.

Ávallt hefur verið lögð áhersla á að afraksturinn af þessu starfi skili sér í verkefni sem nýtast iðkendum og félagsmönnum ungmennafélagsins. Í síðustu viku afhentu jólasveinarnir forstöðumönnum Selfossvallar, íþróttahúss Vallaskóla og íþróttahússins Baulu sérstök hjartastuðtæki sem staðsett verða í íþróttamannvirkjunum.

Tækin voru keypt í góðu samráði við sjúkraflutninga HSu en þau ganga í alla sjúkrabíla á þeirra vegum og fjármögnuð í sameiningu af jólasveinanefnd Umf. Selfoss og Sveitarfélaginu Árborg.

Fyrri greinKristrún á leið til Rómar
Næsta greinValtýr ráðinn sveitarstjóri í Ásahreppi