Jólasveinar í þokunni

Árleg jólaljósaferð leikskólans Jötunheima á Selfossi var farin í Þrastaskóg síðdegis í dag.

Hersingin gekk með vasaljós frá Þrastalundi inn að flötinni í skóginum þar sem sungin voru jólalög. Skyndilega birtust fjórir jólasveinar út úr þokunni og tóku þeir lagið með krökkunum og gáfu þeim epli.

Sveinarnir fjórir heyrðu sönginn í krökkunum upp í Ingólfsfjall og gátu ekki á sér setið að kíkja á þau þó að þeir byrji ekki að tínast til byggða fyrr en um helgina.