Jólastemmning í Litlu Melabúðinni

Í Litlu Melabúðinni má meðal annars fá grænmeti, kryddjurtir og kjötvörur beint frá bónda. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Það var góð jólastemmning í Litlu Melabúðinni á Flúðum í dag, en þar má kaupa íslenskar gæðavörur beint frá bónda.

Hangikjötið frá Kjöt frá Koti í Langholtskoti var komið í hillurnar, sem og hryggir, skinkur og steikur frá Korngrís í Laxárdal. Þessar vörur hafa verið eftirsóttar fyrir jól en í fyrra seldist allt upp og því var magnið aukið þetta árið.

Þegar sunnlenska.is leit við á Melum í hádeginu var strax komið töluvert af viðskiptavinum á svæðið. Kaffi, kakó og piparkökur voru í boði og að sjálfsögðu var öllum sóttvarnarreglum fylgt og talið inn í búðina.

Guðjón Birgisson á bakvið búðarborðið í afgreiðslu. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir
Birgir Guðjónsson í Litlu Melabúðinni. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir
Steinunn Fjóla Jónsdóttir stóð úti í kuldanum og taldi inn viðskiptavini. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

 

Fyrri greinEva María vann óvæntasta afrekið
Næsta greinJarðskjálfti við Stóra-Háls