Jólamarkaðurinn opinn til jóla

Í morgun opnaði hinn árlegi jólamarkaður á Viss, vinnu- og hæfingarstöð í Gagnheiði 39 á Selfossi.

Jólamarkaðurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hann er opinn alla virka daga frá kl. 8:30 til 16:00 fram að jólum. Þar má finna fjölbreytt úrval af handunninni gjafavöru.

Góð stemmning var við opnun markaðarins í morgun en að vanda voru ljósin kveikt á jólatrénu við Viss af þessu tilefni.