Jólaljós á Jóruhlaupi

Jólaljós voru sett upp á Jóruhlaupi í Ölfusá í dag. Í stærri klettinum er sjálfsáð jólatré sem orðið er meira en þriggja metra hátt og það voru tveir framtakssamir Selfyssingar sem hrintu þeirri hugmynd í framkvæmd að setja ljósaseríu á tréð.

Þeir Hallur Karl Hinriksson og Daníel Gunnarsson höfðu kastað þessari hugmynd á milli sín og settu sig í samband við Sveitarfélagið Árborg sem kostaði verkefnið og Björgunarfélag Árborgar sem sá um að setja upp skreytinguna. Blaðamaður Sunnlenska slóst með í ferðina og festi hana á filmu.

Óhætt er að segja að ljósin setji skemmtilegan svip á ána og vonast Hallur Karl, sem fylgdist með aðgerðunum á árbakkanum, að þetta verði að árlegum sið á aðventunni.

Eftir að hafa sett upp seríuna og tengt hana rafgeymi notaði björgunarfélagsfólkið ferðina til æfingar á straumvatnsbjörgun í ánni.

Myndirnar hér að neðan tala sínu máli.

olfusa211212gk1_145597818.jpg
sunnlenska.is/Guðmundur Karl

olfusa211212gk2_943091831.jpg

olfusa211212gk3_469324443.jpg

olfusa211212gk4_239809274.jpg
sunnlenska.is/Guðmundur Karl

olfusa_seria003_437981412.jpg
sunnlenska.is/Vignir Egill

olfusa_seria004_273818841.jpg
sunnlenska.is/Vignir Egill

olfusa_seria002__1__220352396.jpg
Björgunarfélagsfólk ánægt með dagsverkið. sunnlenska.is/Vignir Egill

olfusa_seria005_921141815.jpg
sunnlenska.is/Vignir Egill

Fyrri greinSkaftárhreppi synjað um undanþágu
Næsta greinAnna Rut dúxaði í FSu