Jólagjöfin í ár er sunnlensk upplifun

Markaðsstofa Suðurlands mælir með Suðrænni upplifun í jólapakkann í ár.

Í tilkynningu frá Markaðsstofunni segir að síðustu mánuðir hafi verið takmarkandi fyrir alla og mikil uppsöfnuð þörf komin hjá mörgum að merkja skemmtilega upplifun í dagatalið sitt og hafa eitthvað til að hlakka til.

Því mælir Markaðsstofan með sunnlenskri upplifun í jólapakkann en á Suðurlandi má finna mjög fjölbreytta þjónustu og afþreyingu þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er sæluferð með maka, ævintýraferð með vinahópnum eða skemmtilega fjölskylduferð.

Markaðsstofan hefur hrint af stað átaki til að stuðla að þessu og á síðunni www.sudurland.is/gjafabref má finna úrval af gjafabréfum sem hægt er að kaupa hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi.

Fyrri grein40 tilvik um utanvegaakstur á sama svæðinu
Næsta greinLandsbyggðirnar kalla