Jólagjöf stolið í sundhöllinni

Í gær milli klukkan 15 og 17 var fjólublárri úlpu frá McKinley stolið af snaga í búningsklefa kvenna í Sundhöll Selfoss.

Úlpan er bleik að innanverðu. Eigandi úlpunnar er ung stúlka sem saknar úlpunnar sem hún hafði fengið í jólagjöf.

Skorað er á þann sem tók úpluna að skila henni til lögreglu eða í Sundhöll Selfoss.

Þá eru allir þeir sem veitt geta upplýsingar um málið eða vita hvar úlpuna er að finna að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinLögregla beitti piparúða á slagsmálahunda
Næsta greinLaxárdalsbændur fengu Landbúnaðar-verðlaunin