Jólabarn á þriðja degi jóla

Ljósmæður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þurftu að bíða fram á þriðja dag jóla eftir jólabarninu á HSu í ár.

Að sögn Sigrúnar Kristjánsdóttur, yfirljósmóður, eiga töluvert margar konur von á sér í kringum áramótin þannig að nýársbarnið gæti komið fljótlega í heiminn.

Það sem af er ári hafa 57 börn fæðst á fæðingardeildinni á Selfossi en þau voru 61 í fyrra. Fjöldinn í ár er því svipaður og í fyrra en áður hafði fæðingum á HSu fækkað um þriðjung á milli áranna 2011 og 2012.

Fyrri greinSiggeir Ingólfsson Sunnlendingur ársins 2013
Næsta greinMest lesnu fréttir ársins 2013