Jökullinn hopað um 408 metra síðan 2010

Úr mælingaferðinni að Sólheimajökli í gær. Ljósmynd/Hvolsskóli

Í gær fóru nemendur í 7. og 8. bekk Hvolsskóla á Hvolsvelli að Sólheimajökli til að mæla hop hans á árinu. Mælingar nemendanna hafa staðið yfir árlega síðan haustið 2010.

Ástæða þess að tveir bekkir fóru núna er sú að í fyrra komst 7. bekkur ekki vegna ýmissa ástæðna. Í fyrra fóru nokkrir nemendur ásamt Stjörnu-Sævari og framkvæmdu mælingu fyrir árið 2020.

Í för með hópnum í gær slóst Sigrún Stefánsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri ásamt norrænum blaðamönnum. Jón Stefánsson fyrrum verkefnastjóri Grænfánans við Hvolsskóla var einnig með í för en hann hefur verið við mælingarnar frá upphafi. Venju samkvæmt aðstoðaði Björgunarsveitin Dagrenning við verkið.

Í ár mældist hop jökulsins 11 metrar frá árinu 2020 og hefur hann því hopað um 408 metra frá því að mælingar hófust haustið 2010.

Fyrri greinVegleg sviðaveisla hrútavina
Næsta greinUndirbúningur hafinn fyrir sjötta keppnisárið