Jökulhlaupið hefur náð hámarki

Við Gígjukvísl. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan

Jökulhlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki seint í gærkvöldi eða nótt miðað við hlaupóróa sem hefur farið lækkandi síðan þá.

Rennsli og rafleiðni í Gígjukvísl heldur áfram að vaxa en búast má við að hlaupið nái hámarki í ánni einum til tveimur sólarhringum seinna en í Grímsvötnum.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að lítil skjálftavirkni hafi verið á svæðinu en einn smáskjálfti mældist í morgun.

Fyrri greinSelfoss styrkir stöðu sína á toppnum
Næsta greinSímalaus grunnskóli á Hellu