Jökulhlaup í Leirá-Syðri og Skálm

Hlaup í Skálm. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson

Undanfarna daga hafa rafleiðni og vatnshæð hækkað í Leirá-Syðri í Skaftárhreppi, samkvæmt mælingum nýlegs vöktunarmælis framan við Sandfellsjökul. Hækkuð rafleiðni og vatnshæð sjást einnig í mælingum við brúna á þjóðvegi 1 yfir Skálm, en Leirá-Syðri rennur í Skálm ofan vegarins.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að um sé að ræða lítið hlaup en á þessum tímapunkti fer vatnshæð og rafleiðni enn þá smátt vaxandi.

Tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist Veðurstofunni. Fólk er því beðið um að sýna aðgát við upptök árinnar þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Einnig má þess geta að alltaf skal fara varlega nærri árfarvegum.

Sólarhringsvakt Veðurstofunnar fylgist áfram náið með þróun mælinga á svæðinu.

Fyrri greinNáttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar
Næsta greinGTS bætir við sig tíu rafmagnsrútum