Jóhannes tekur við útibúi Arion á Hellu

Björn Sigurðsson, útibússtjóri Arionbanka á Hellu, mun láta af störfum nú í lok febrúar eftir 26 ára starf í útibúinu. Jóhannes Hr. Símonarson tekur við starfi hans.

Björn hóf störf fyrir Búnaðarbanka Íslands í Austurstræti í Reykjavík 1.nóvember 1965 og hefur því starfað fyrir Arionbanka og forvera hans í rúm 48 ár og hefur hann lengstan starfsaldur allra bankastarfsmanna Arionbanka.

Við starfi Björns tekur Jóhannes Hr. Símonarson, fyrrum aðstoðarútibússtjóri á Hellu og nú síðast viðskiptastjóri bankans á Suðurlandi.

Róbert Sverrisson, fyrrum fjármálaráðgjafi fyrirtækjaá Selfossi hefur tekið við starfi Jóhannesar sem viðskiptastjóri. Þá hefur Selfyssingurinn Unnur Edda Jónsdóttir verið ráðin fjármálaráðgjafi fyrirtækja á Selfossi í stað Róberts og mun hún hefja störf fyrir bankann í byrjun mars.

Fyrri greinAvocado súkkulaðimús
Næsta greinRafmagnslaust í Þórsmörk og Meðallandi