Jóhannes ráðinn framkvæmdastjóri Auðhumlu

Jóhannes Hreiðar Símonarson.

Jóhannes Hreiðar Símonarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Auðhumlu svf. og hefur störf fljótlega á nýju ári. Hann tekur við starfinu af Garðari Eiríkssyni.

Jóhannes starfaði lengi sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og færði sig síðan yfir til Arion banka og var meðal annars útibússtjóri hjá Arion banka á Hellu. Frá 2020 hefur Jóhannes verið framkvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.

Auðhumla, sem er móðurfélag Mjólkursamsölunnar, er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt.

Fyrri greinLög Gunna Þórðar á stórtónleikum á Laugarvatni
Næsta greinNýr veitingastaður í mathöllina í stað Smiðjunnar