Jóhanna Ýr nýr æskulýðsfulltrúi

„Ég er mjög lukkuleg og hamingjusöm með nýja starfið og hlakka mikið til að starfa í kirkjunni“, segir Jóhann Ýr Jóhannsdóttir í Hveragerði sem hefur verið ráðinn úr hópi sex umsækjenda í 75% stöðu æskulýðsfulltrúa við Selfosskirkju.

Hún tekur til starfa um miðjan september.

Jóhanna er guðfræðingur, auk þess að vera með kennsluréttindi en hún hefur starfað síðustu ár sem kennari við Sunnulækjarskóla á Selfoss.

Fyrri greinSumarfrí leikskóla stytt og lokun skarast ekki
Næsta greinLeikfélag Ölfuss „sýnir“ undir stiganum