Jóhanna Ýr gefur ekki kost á sér

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir. Ljósmynd/Lágafellssókn

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar og oddviti Frjálsra með Framsókn, ætlar ekki að bjóða sig fram að nýju í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári.

Jóhanna greinir frá þessu í aðsendri grein á sunnlenska.is.

Jóhanna leiddi lista Frjálsra með Framsókn í síðustu kosningum 2022 en listinn lokkurinn myndar meirihluta á þessu kjörtímabili með Okkar Hveragerði.

„Svona ákvörðun eru tímamót hjá okkur öllum sem helgum daga okkar og tíma sveitarstjórnarmálum – nærsamfélagi okkar allra. Núna er þakklæti mér efst í huga,“ segir Jóhanna Ýr í greininni.

„Þakklæti fyrir að hafa komið að sögulegri uppbyggingu Hveragerðis þetta kjörtímabil, þakklæti fyrir að hafa komið að málum bæjarins á vettvangi bæjarstjórnar í áratug, þakklæti fyrir einstaka samherja og þakklæti fyrir allt það góða samferðafólk sem ég hef kynnst og lært af á vettvangi bæjarpólitíkur – þvert á flokka. Fyrst og fremst er ég þakklát íbúum Hveragerðisbæjar. Einstakt sveitarfélag er fyrst og alltaf fremst fólkið sem bæinn byggir,“ bætir hún við.

Greinina má lesa hér

Fyrri greinDímon/Hekla hraðmótsmeistari kvenna í blaki
Næsta greinÞjónustan tryggð áfram!