Jóhanna og Sigríður Birna ráðnar leikskólastjórar

Jóhanna Þórhallsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Álfheima á Selfossi og Sigríður Birna Birgisdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Brimvers/Æskukots á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Báðar hafa þær góða reynslu af leikskólastarfi, stjórnunarstörfum og M.Ed. próf í stjórnun menntastofnana.

Jóhanna tekur formlega til starfa 1. september næstkomandi. Ingibjörg Stefánsdóttir hefur verið leikskólastjóri Álfheima um árabil og hefur hún ákveðið að láta af störfum sem leikskólastjóri í haust.

Sigríður Birna hefur verið í tímabundinni ráðningu leikskólastjóra Brimvers/Æskukots í vetur vegna leyfis M. Sigríðar Jakobsdóttur sem hefur sagt starfi sínu lausu.