Jóhann Karl ráðinn verkefnastjóri viðburða og grasrótarstarfs

Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja. Ljósmynd/Viðreisn

Hvergerðingurinn Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja hefur tekið til starfa sem verkefnastjóri viðburða og grasrótarstarfs á skrifstofu Viðreisnar.

Jóhann er 28 ára og hefur verið í Viðreisn frá stofnun flokksins. Hann hefur tekið að sér ýmis verkefni fyrir flokkinn, meðal annars var hann kosningastjóri í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021 og dagskrárstjóri kosningabaráttunnar 2024.

„Það er mikill heiður að vera treyst fyrir svona mikilvægu starfi og ég get ekki beðið eftir því að hefjast handa,“ segir Jóhann. „Ég á ekki bara samleið með málefnum Viðreisnar, með sína áherslu á frjálslyndi og mikilvægi þess að horfa á alþjóðamál og stöðu Íslands á þeim vettvangi, heldur hef ég í gegnum störf mín fyrir Viðreisn fundið hvað fólkið í flokknum er bæði skemmtilegt og ábyrgt.“

Mikill áhugi var á starfinu þegar það var auglýst í upphafi árs og sóttu rúmlega 70 manns um starfið.

Fyrri greinTæpar fjórar milljónir króna til verkefna í Árborg
Næsta greinNýir kjarasamningar hafa mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu Árborgar