Joe Tillen á förum frá Selfossi

Knattspyrnumaðurinn Joe Tillen er á förum frá Selfossi en hann hefur komist að samkomulagi við félagið um að losna undan samningi sínum.

Joe staðfesti þetta í samtali við Sunnlenska í dag en hann vonast til að finna sér nýtt félag á Íslandi áður en félagaskiptaglugginn lokar á þriðjudag.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is hafa nokkur lið borið víurnar í Joe sem hefur skorað eitt mark í átta leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. Á þessari stundu er þó ekki komið á hreint hvert hann fer.

Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Selfoss eftir meiðsli í byrjun móts og einungis verið einu sinni í byrjunarliðinu.