„Jörðin verður ekki seld“

Ákveðið hefur verið hætta mjólkurframleiðslu í Skálholti í Biskupstungum en greiðslumark jarðarinnar er nú 71.350 þúsund lítrar mjólkur.

„Kúabúskapur getur verið margskonar, en kúabúskapur til mjólkurframleiðslu leggst af í síðasta lagi í haust, vegna þess að fjósið stenst ekki nýjustu reglugerð, meðal annars um básastærð, sem tekur gildi 1. október,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti í samtali við Sunnlenska.

Skálholtsjörðin er um tólfhundruð hektarar að stærð, vel gróin og falleg.

En stendur til að selja jörðina? „Nei, jörðin verður ekki seld, það hefur engum komið til hugar. Skálholt, staður og jörð, er ekki bara kirkjustaður heldur þjóðargersemi. Skálholt verður þess vegna alla vega ekki selt á undan Þingvöllum,“ bætir Kristján Valur við.

Fyrri greinMeiriháttar grænmetisréttur
Næsta greinRósa ný í sveitarstjórn