Jeppinn fannst í Reykjavík

Jeppabifreiðin sem lögreglan á Hvolsvelli lýsti eftir í gær fannst óskemmd í höfuðborginni í síðdegis í gær.

Jeppinn fannst á Laugaveginum og beindust böndin fljótt að góðkunningja lögreglunnar sem verið hafði á ferðinni á Hvolsvelli fyrr um daginn.

Maðurinn var handtekinn í annarlegu ástandi og játaði hann brot sitt við yfirheyrslu. Honum var sleppt að skýrslutöku lokinni.