Jeppi og fólksbíll í árekstri

Engan sakaði þegar jeppi og fólksbíll lentu í árekstri á Þingvallavegi, skammt frá Kárastöðum, um miðjan dag í dag.

Fólksbíllinn snerist í slabbi og hálku og hafnaði framan á jeppanum sem kom úr gagnstæðri átt.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi sakaði engan í árekstrinum, en bílarnir eru nokkuð skemmdir.

Hálka er í uppsveitum Árnessýslu og hafa þrír bílar farið út af Biskupstungnabraut í dag. Engan sakaði og litlar skemmdir urðu á bílunum.