Jeppastuldur á Hvolsvelli

Lögreglan á Hvolsvelli auglýsir eftir Toyota Land Cruiser jeppa með skráningarnúmerið MD-522.

Jeppinn er svokallaður 90 Cruiser og er dökkgrænn og grár að neðan. Honum var stolið í morgun á milli klukkan 8 og 13 við Grunnskólann á Hvolsvelli.

Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir bílsins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488-4110.