Jeppakerru og dekkjum stolið

Jeppakerru er saknað þaðan sem hún hvarf fyrir utan húsnæði KJ verktaka í Gagnheiði 47 á Selfossi á tímabilinu frá miðjum október fram að mánaðamótum október og nóvember.

Kerran er um fjórir metrar á lengd á einni hásingu og er auðþekkjanleg. Sá sem veitt getur upplýsingar um kerruna og hvar hún er niður komin er beðinn að hafa samband við lögregluna í síma 480 1010.

Þá leitar lögreglan einnig upplýsinga varðandi þjófnað á fjórum fólksbíladekkjum á felgum sem stolið var við Fossveg 4 á Selfossi aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Dekkin stóðu við Skoda Fabia bifreið en eigandinn hafði geymt dekkin við bifreið sína á mánudagskvöldinu og ætlaði að taka þau með sér næsta morgun en þá voru þau horfin.

Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um hvarf hjólbarðanna að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinAð kortleggja hið ósýnilega
Næsta greinBjörgunarmiðstöðin að líkindum seld