Jáverk byggir leikskólann á Hvolsvelli

(F.v.) Guðjón Þórisson og Axel Davíðsson frá Jáverk og Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, undirrituðu verksamninginn í síðustu viku. Ljósmynd/Rangárþing eystra

Jáverk ehf hefur hafið vinnu við byggingu nýja leikskólans við Vallarbraut á Hvolsvelli. Leikskólabyggingin er 1.650 fermetrar að stærð og á verkinu að vera að fullu lokið þann 28. febrúar á næsta ári.

Jáverk átti eina tilboðið í verkið og hljóðaði það upp á rúmar 978,8 milljónir króna. Að sögn Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra, var tilboðið eilítið hærra en áætlaður verktakakostnaður sveitarfélagsins, en eftir gagngera skoðun á gögnum var það mat sveitarstjórnar að ganga samt sem áður að tilboðinu.

Fyrri greinBúið að opna Suðurlandsveg
Næsta greinListaverk nemenda BES á sýningu í Kyoto