Jáverk bauð lægst í Sunnulæk

Jáverk átti lægra tilboðið í stækkun Sunnulækjarskóla en tilboð í verkið voru opnuð á þriðjudag á fundi framkvæmda- og veitunefndar.

Tilboð Jáverks hljóðaði upp á tæpar 382 milljónir króna, en Ístak bauð rúmar 429 milljónir. Tilboð Jáverks er 4,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 366,5 milljónir króna.

Fyrirtækin fengu að senda inn tilboð í verkið að loknu forvali.

Byggingarframkvæmdir hefjast fljótlega en jarðvinna hófst fyrr í vetur.

Fyrri greinGríðarmikill viðbúnaður við Ölfusá
Næsta greinMaðurinn fundinn á lífi