JÁVERK bauð lægst í MS

JÁVERK ehf. á Selfossi átti lægsta boðið í viðbyggingu við Menntaskólann við Sund, en tilboð voru opnuð í gær. Tilboð JÁVERK hljóðaði upp á 965,7 milljónir króna.

Átta verktakafyrirtæki buðu í verkið en næstlægsta boðið áttu Íslenskir aðalverktakar, upp á 984,6 milljónir. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 1.052 milljónir þannig að boð Jáverks er 91,8% af áætluðum kostnaði.

Viðbyggingin á að vera 2.832 fermetrar, en auk þess skal framkvæma breytingar innanhúss í núverandi byggingum, alls 840 fermetrar.

Verkinu á að vera lokið í lok júní á næsta ári.