Jarðskjálfti við Stóra-Háls

Stóri-Háls í Grafningi. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Kl. 11:49 í dag varð jarðskjálfti, af stærðinni 2,7 við Stóra-Háls í Grafningi.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur hún fengið tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í Grímsnesi, Hveragerði og á Selfossi.

Sex mínútum áður varð annar skjálfti af stærðinni 1,0 á sama stað en annars hafa ekki orðið fleiri skjálftar á svæðinu í dag.

Á Facebooksíðu Almannavarna er greint frá skjálftanum og fólk á þekktum skjálftasvæðum hvatt til þess að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta.

Fyrri greinJólastemmning í Litlu Melabúðinni
Næsta greinAuglýst eftir tilnefningum til menntaverðlaunanna