Jarðskjálfti við Húsmúla

Upptök skjálftans voru skammt norðan við Hellisheiðarvirkjun. Ljósmynd/ON

Í kvöld kl. 22:49 varð jarðskjálfti af stærðinni 3,1 við Húsmúla, vestast í Henglinum.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni varð skjálftans vart í Hveragerði og í Hellisheiðarvirkjun, sem er 2,8 km sunnan við upptök skjálftans.

Þónokkrir smáskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, þeir stærstu á bilinu 1,3 til 1,7.

Fyrri greinFjögurra marka tap á Framvellinum
Næsta greinLíklegt að jarðskjálftar tengist niðurrennsli jarðhitavatns