Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Vík í Mýrdal og Mýrdalsjökull. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Klukkan 21:13 í kvöld varð jarðskjálfti af stærðinni 3,2 í Mýrdalsjökli, austarlega í Kötluöskjunni.

Í tilkynningu frá vakthafandi jarðvísindamanni á Veðurstofunni segir að skjálftar af þessari stærð séu ekki óalengir í Mýrdalsjökli og voru síðast mældir þrír skjálftar yfir 3 að stærð í október síðastliðnum.

Rúmri mínútu síðar varð lítill skjálfti fimm kílómetrum sunnar í jöklinum en annars hefur allt verið með kyrrum kjörum þar í dag.

Fyrri greinSnæfríður bætti tólf ára gamalt met
Næsta greinHÚM leitar að nýju húsnæði