Jarðskjálfti í Lambafelli

Lambafell. Ljósmynd/Mannvit

Klukkan 7:17 í morgun varð jarðskjálfti rétt vestan við Lambafell í Þrengslum af stærðinni 3,1.

Skjálftans varð var á höfuðborgarsvæðinu og í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að ætla megi að skjálftinn hafi einnig fundist í Hveragerði.

Smáskjálftahrina hófst á þessu svæði í morgun kl. 5:45 en skjálftahrinur eru algengar á þessu svæði.

Fyrri greinAlvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl
Næsta greinAllt í blóma um helgina