
Jarðskjálftahrina hófst við austan við Lambafell í Ölfusi um klukkan 16:30 í gær og stendur enn yfir.
Hingað til hafa mælst rúmlega 200 skjálftar, sá stærsti mældist kl. 02:01 og var hann 3,0 að stærð. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru algengar.
Tilkynningar hafa borist Veðurstofu að stærsti skjálfinn í nótt hafi fundist í byggð.
