Jarðskjálftahrina í Mýrdalsjökli

Hörft til jökuls af Léreftshöfði á Höfðabrekkuheiðum. Hafursey og Vatnsrásarhöfuð fjær. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Í nótt kl. 1:18 byrjaði jarðskjálftahrina í Mýrdalsjökli. Yfir 80 skjálftar hafa mælst, þar af sex skjálftar yfir 3 að stærð og einn yfir 4 að stærð. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð, kl. 2:46.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enginn órói mælist en Veðurstofan hefur fengið tilkynningar um að skjálftarnir hafa fundist í Þórsmörk.

Fyrri greinMáni Snær afgreiddi gömlu félagana
Næsta greinBryggjuhátíðin sett í kvöld