Jarðvangurinn kynntur á skiltum

Sett hafa verið upp upplýsingaskilti við Hvolsvöll, vík, Klaustur og Seljalandsfoss þar sem jarðvangurinn Katla er kynntur.

Á næstu árum er stefnt að því að ráðast í frekari merkingu merkilegra staða og svæða innan jarðvangsins.

Jarðvangurinn Katla nær yfir sveitarfélögin Rangárþing eystra, Skaftárhrepp og Mýrdalshrepp og er nú í umsóknarferli að European Geoparks Network (EGN).
Markmiðið með stofnun jarðvangsins er að koma jarðminjum svæðisins á framfæri, vernda þær og stuðla að sjálfbærri efnahagslegri þróun innan hans með því m. a. að þróa ferðamennsku á sviði jarð- og náttúrufræða (geotourism).

Sjá nánar á www.katlageopark.is.

Fyrri greinSprenging í fjölda göngufólks
Næsta greinKanna lagningu ljósleiðara