Jarðskjálfti í Grafningshálsi

Jarðskjálfti að stærðinni 3,1 varð í Grafningshálsi, skammt frá Stóra-Hálsi í Grafningi, kl. 12:20 í dag.

Upptök skjálftans voru á 1,7 kílómetra dýpi og fannst hann vel í Hveragerði og Ölfusi, á Selfossi og í sumarbústaðabyggðum í Grímsnesinu.

Margir smáskjálftar hafa orðið á þessu svæði í gær og í morgun.

jardskjalfti080712_103948270.png
Skjálftakort Veðurstofu Íslands.