Japanir í skoðunarferð

Fjölmenn sendinefnd japanskra þingmanna og aðstoðarmanna þeirra, auk sendiherra Íslands í Japan og sendiherra Japans á Íslandi sat kynningarfund á dögunum um nýtingu jarðhitans og tækni við hana í Hellisheiðarvirkjun.

Þeir dr. Einar Gunnlaugsson og Kristján B. Ólafsson frá Orkuveitu Reykjavíkur fluttu erindi, en þingmennirnir skoðuðu vélasali virkjunarinnar og margmiðlunarkynningu sem öllum er opin. Mikinn jarðhita er að finna í Japan en hann hefur aðeins verið nýttur til baða og heilsuræktar til þessa.

Þingmennirnir eru í endurreisnarnefnd eftir kjarnorkuslysið í Fukushima. Túrbínur og hverflar Hellisheiðarvirkjunar eru frá Mitshubisi og Toshiba og því kemur japönsk tækniþekking mikið við sögu í jarðhitanýtingu Íslendinga.

Fyrri greinBát og kerru stolið
Næsta greinArilíus ekki með í sumar