Jana Lind og Stefán skjaldarhafar Bergþóru og Skarphéðins

Stefán Geirsson, Umf. Þjótanda og Jana Lind Ellertsdóttir, Garpi, tryggðu sér á dögunum sigur í skjaldarglímu Skarphéðins og Bergþóru.

Héraðsglíma HSK í fullorðinsflokkum, skjaldarglíma Bergþóru og Skjaldarglíma Skarphéðins, var glímd að Laugarvatni fimmtudaginn 28. desember síðastliðinn. Keppninni hafði verið frestað vegna skorts á keppendum síðastliðinn vetur en fór nú loks fram.

Tveir keppendur mættu til leiks í hvorn flokk skjaldarglímunnar og var glímd jafnaðarglíma í báðum flokkum. Svo fór að Stefán sigraði glímuna um Skarphéðinsskjöldinn í þrettánda sinn en hann glímdi fyrst um skjöldinn árið 1999. Jana Lind sigraði glímuna um Bergþóruskjöldinn annað árið í röð.