Jákvæður rekstur hjá Rangárþingi ytra

Hella. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árin 2026-2029 fór fram á fundi sveitarstjórnar í lok nóvember. Samkvæmt útkomuspá verður rekstrarniðurstaða ársins 2025 jákvæð sem nemur um 340 milljónum.

Fjárhagsáætlun 2026 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð um rúmar 346 milljónir.

Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting ársins 2026 nemi um 1 milljarði króna. Helstu fjárfestingar sem gert er ráð fyrir á árinu 2026 eru að ljúka við 2. áfanga Grunnskólans á Hellu og hefja byggingu nýs leikskóla á Hellu. Þá eru áætlaðar töluverðar framkvæmdir við skóla- og íþróttavallarsvæðið á Hellu auk verulegra framkvæmda við Laugalandsskóla.

Seinni umræða fer fram á næsta fundi sveitarstjórnar þann 10. desember næstkomandi þar sem fjárhagsáætlun verður tekin til lokaafgreiðslu.

Fyrri greinSunnlenskur smellur í jólalagakeppni Rásar 2
Næsta greinTíunda tap Hamars/Þórs í deildinni