Jákvæðari niðurstaða ársreiknings

Allt útlit er fyrir hagstæðari niðurstöðu reksturs Skeiða- og Gnúpverjahrepps en gert var ráð fyrir.

Ætlað er nú að 11 milljón króna afgangur verði af rekstri sveitarsjóðs í stað 6 milljón króna halla sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Gunnar Örn Marteinsson sveitarstjóri sagði í samtali við Sunnlenska að tekjur væru örlítið hærri en áætlað var, og að sama skapi hefði tekist að ná rekstrarkostnaði niður.

Fyrri greinFærri tilkynningar til barnaverndaryfirvalda
Næsta greinEllefu sækja um skólastjórastarf