Jákvæð rekstrarniðurstaða Rangárþings eystra

Rekstrarniðurstaða Rangárþings eystra var árið 2013, sem nemur 47,8 milljónum króna og er það mun betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Veltufé frá rekstri nam 143,3 milljónum króna. Skuldahlutfall nemur 62,3% en samkvæmt sveitarstjórnarlögum er hámarks skuldahlutfall 150% af reglulegum tekjum.

Rekstrarjöfnuður Rangárþings eystra hefur verið jákvæður undanfarin ár og verður jákvæður á komandi árum, gangi fyrirliggjandi áætlanir sveitarfélagsins eftir, segir í tilkynningu frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sveitarstjóra.

Árið 2006 var skuldahlutfall A hluta 58% en er árið 2013, 62,3%. Skuldahlutfall A og B hluta var 74,3% en er árið 2013, 62,3%.

Sveitarfélagið greiddi niður skuldir fyrir um það bil 50 milljónir króna á síðasta ári en fjárfest var fyrir um 200 milljónir króna.