Ítrekuð skemmdarverk í jólagarðinum

Skemmdarvargar hafa ítrekað verið á ferðinni í jólagarðinum á Selfossi. Rúður hafa verið brotnar og jólaskraut skemmt.

Síðast í nótt var brotin rúða í einum skúranna í garðinum. Um síðustu helgi var brotist inn í stærsta skúrinn með því að brjóta rúðu í útihurð. Engin verðmæti voru geymd í skúrnum.

Fyrstu helgina sem garðurinn var opinn var jólaskraut rifið niður og fjarlægt. Skemmdarverkin eru óupplýst.

Fyrri greinBræður tilnefndir sem „Hetja ársins“
Næsta greinFannfergi í Flóahreppi