Ítreka óánægju með póstþjónustu

Sveitarstjórn Rangárþings eystra ætlar að boða forsvarsmenn Íslandspóst til fundar á Hvolsvelli en óánægja er í sveitarfélaginu með skerðingu á þjónustustigi Póstsins.

Á síðasta fundi sínum ítrekaði sveitarstjórnin ályktun Byggðráðs frá 22. júlí sl. vegna skerðingar á þjónustustigi á póstþjónustu í Rangárþingi eystra .

Sveitarstjórn segir að undanfarin ár hafi póstþjónustu í sveitarfélaginu hrakað verulega og berst póstur oft seint og illa. Í dreifbýli hafa póstkassar verið færðir fjær híbýlum fólks án undanfarandi samþykkis þeirra með tilheyrandi óhagræði og óöryggis fyrir íbúa.

Sveitarstjóra hefur verið falið að boða forsvarsmenn Íslandspósts til fundar á Hvolsvelli.

Fyrri greinGjaldskrá leikskólans hækkar ekki
Næsta greinÞeyst á klárum andagiftar og listfengi