Ísveisla í Hveragerði

Kjörís býður til sinnar árlegu ísveislu í Hveragerði í dag milli kl. 13 og 16. Það verður líf og fjör og hver fær eins mikinn ís og hann getur í sig látið.

Ólíkindabrögðin verða á sínum stað ásamt hefðbundnari brögðum. Hægt er að bragða á hákarlaís, hundasúruís, hnetusmjörsís, áfa-ís, turkish-pepperís, tannkremsís og fleiri og fleiri tegundumr.

Ingó veðurguð mætir á staðinn, Skrímslin verða á ferli, Hjalti Úrsus verður með kraftakeppni fyrir kraftakrakka, Margrét Harpa & Alexander og fleira og fleira.

Fyrri greinGrillað með brottfluttum Rangæingum
Næsta greinSálin á Flúðum í kvöld