Ísstíflan brast að hluta

Talsverðar breytingar urðu á ísstíflunni í Ölfusá í dag. Ljósmynd: ENSU/Daníel Freyr Jónsson

Breytingar urðu við ísstífluna í Ölfusá við Efri-Laugdælaeyju í dag þegar áin braut sér farveg í gegnum stífluna.

Frá þessu er greint á Facebooksíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.

Þetta mun hafa gerst fyrir hádegi sé miðað við vatnshæðamæli á Selfossi sem sýndi skyndilega rennslisaukningu. Opnunin hafði áhrif á vatnsstöðu við stífluna, þar sem greinilegt er að íshellur höfðu sigið niður um um það bil hálfan metra síðdegis í dag.

ENSU segir að ólíklegt sé að breytingin á stíflunni dugi til að lækka mikið í lóninu sem myndast hefur ofan stíflunnar, þó rennslið hafi lítillega aukist.

Fyrri greinÞór gaf eftir í seinni hálfleik
Næsta greinGrímur skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi