Ísólfur tók við öskubók

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, tók í vikunni á móti fyrsta eintaki hollensku bókarinnar „Het wulkanen boek“ um eldgosið í Eyjafjallajökli.

Það er hópur ungra Hollendinga sem hefur tekið bókina saman. Í henni eru skemmtilegar myndir sem tengjast gosinu og höfundarnir velta fyrir sér áhrifum þess á heimsbyggðina m.a. með tilliti til flugsamgangna. Útfáfufyrirtækið heitir Today designer og er í eigu Bob Derksen.

Bókin er prentuð m.a. með ösku úr eldgosinu og Ísólfur tók með sér ösku sem unga fólkið ætlaði m.a. að nýta við áframhaldandi prentun bókarinnar. Athöfnin fór fram í HOT ICE studíói Gerðar Pálmadóttur sem oft er kennd við Flónna.

Ísólfur Gylfi segir að mikill áhugi sé fyrir Íslandi í Hollandi og þetta sé hluti af markaðssetningu á svæðinu en Eyjafjallajökull og Rangárvallasýsla er spennandi kostur í ferðamennsku um þessar mundir.

Fyrri greinHrannar efstur Sunnlendinganna
Næsta greinMenningarganga um Hveragerði